• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Mergjuð Merge

Jaðarútgáfan Merge Records á 20 ára afmæli í ár og heldur upp á tímamótin með útgáfu safnboxins SCORE! sem inniheldur heil ósköp af alskyns efni. Hluti boxins er platan SCORE! 20 Years of Merge Records: THE COVERS! sem kemur út í byrjun apríl en eins og nafnið gefur þá inniheldur hún þekjur ýmissa listamanna af lögum úr sarpi útgáfunnar. Þar er af nóg af taka enda hefur Merge gefið út margar af helstu sveitum undanfarna tveggja áratuga og meðal þeirra sem þaktir eru á plötunni eru Arcade Fire, Neutral Milk Hotel, Magnetic Fields og Lambchop. Fjöldi listamanna sér svo um að túlka lögin en þeir eiga það allir sameiginlegt að gefa ekki út hjá útgáfunni, má þar meðal annars finna The Shins, Broken Social Scene, Bright Eyes, Death Cab for Cutie, Okkervil River o.fl. o.fl.

Apples in Stereo – King Of Carrots Flowers Pt. 3 (Neutral Milk Hotel)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


2 Athugasemdir

  1. Egill Harðar · 26/03/2009

    King Of Carrots Flowers Pt. 1 er eitt besta lag sem ég hef heyrt. Er það nokkuð cover-að á þessari plötu?

  2. Pétur Valsson · 26/03/2009

    Nei því miður – bara eitt NMH cover, en fullt af öðru fínu samt. Allan lagalistann má sjá hér: http://www.mergerecords.com/store/store_detail.php?catalog_id=601&link=sidebarLink-home

Leave a Reply