• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Calder – Lower

Einkunn: 3,0
Útgáfuár: 2008
Label: Make Mine Music

Lower með Calder? Eða Calder með Lower? Ég var ekki viss, ég hafði aldrei heyrt um þessa útgáfu fyrr en mér barstcalder-lowerfront hún í hendur. Eftir að hafa slegið orðunum tveimur í leitarvél, komst ég að því að Calder er íslenskt ambient-dúó, skipað þeim Ólafi Josephssyni (betur þekktur sem Stafrænn Hákon) og Lárusi Sigurðssyni. Þeir hittust fyrir slysni og einhvernvegin varð Calder til úr þeim kynnum.

Calder-menn notast að mestu við strengi í lagasmíðum sínum, kassagítar og píanó, og því verða hljómhrif plötunnar mjög lífræn. Það er alltaf ánægjulegt að heyra vel lukkaða raftónlist þar sem akústísk hljóðfæri mæta rafmagnsverkfærum. Stengjadútls-lagagrunnarnir er svo skreyttir með klukknaspili, elektrónískum töktum og ýmsum hljóðfærum og hljóðum sem þeytt er í gegnum endurómunar-pedala og hljóðbrellu súpur.

Lower er mjög notaleg, liðast áfram án átaka og láta. Óhljóðin sem Calder kallar fram eru alltaf ljúf, og melódíur sem og rythmar grípandi og aðlaðandi. Þetta gerir það að verkum að Lower er ein af þessum skífum sem geta runnið í gegn án allrar eftirtektar – og því nýtur hlustandinn töfra hljóðheimsins best í heyrnartólum.

Hvað taktsmíði Calder varðar, þá þykir mér hún fremur þunnt kaffi: byggist að mestu upp á lítilfjörlegum smellum og skruðningum sem seytla um lögin. Að sjálfsögðu býður tónlistin ekki upp á neinn hamagang, ‘off-beat’ pælingar og sundursneidda takta – en það er nú víst til millivegur. Allt hlýtur nú að hafa sinn tilgang en fyrir rafperra eins og mig, þá orkar þetta á mig sem galli.

Lower er fín plata, og á köflum mjög fín plata! Eins og fyrr kemur fram, þá fellur Calder þó í þá gryfju að verða oft hreinræktuð stemningartónlist – en svo er það kannski bara yfirlíst stefna bandsins? Lower er fullkomið sándtrakk fyrir göngutúr um sumarnóttina – björt og fögur en pínulítið einmanaleg. Kærkomin viðbót í íslensku raftónlistarsenuna!

Hljóðdæmi af Lower má finna á Myspace-plássi Calder.

Leave a Reply