• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Besta íslenska platan?

Enn og aftur er þeirri spurningu velt upp hver besta íslenska platan sé. Nú er það Rás 2, Félag hljómplötuframleiðanda og tonlist.is sem standa að könnun á 100 bestu plötum landsins og má haka við 50 plötur af ógnarlöngum lista hér.

Þetta er alls ekki í fyrsta skipti á undanförnum árum sem slík könnun fer fram en í árslok 2007 stóð mbl.is fyrir eins könnun í tilefni Dags íslenskrar tónlistar og árið 2001 voru valdar bestu plötur 20. aldarinnar fyrir bók dr. Gunna, Eru ekki allir í stuði? Skemmst er frá því að segja að útkoman úr þeim könnunum var áþekk þó einhver sætaskipti hafi orðið og nokkrar nýrri plötur bæst við í síðari könnuninni. Kíkjum á hvernig toppsætin voru skipuð þá:

Plötur aldarinnar, 2001

1. Sigur Rós – Ágætis byrjun
2. Björk – Debut
3. Megas & Spilverk þjóðanna –Á bleikum náttkjólum
4. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi
5. Trúbrot – Lifun
6. Bubbi – Ísbjarnarblús
7. Utangarðsmenn – Geislavirkir
8. Stuðmenn – Með allt á hreinu
9. Bubbi – Kona
10. Sykurmolarnir – Life’s Too Good
11. Spilverk þjóðanna – Sturla
12. Hinn íslenzki þursaflokkur – Hinn íslenzki þursaflokkur
13. Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar – Gling Gló
14. HAM – Lengi lif
15. Björk – Homogenic
16. Vilhjálmur Vilhjálmsson – Hana nú
17. Megas – Megas
18. Ýmsir – Rokk í Reykjavík
19. Fræbbblarnir – Viltu nammi væna?
20. Björk – Post

Besta plata allra tíma, 2007

1. Sigur Rós – Ágætis byrjun
2. Trúbrot – Lifun
3. Bubbi – Ísbjarnarblús
4. Bubbi – Kona
5. Megas & Spilverk þjóðanna – Á bleikum náttkjólum
6. Björk – Debut
7. Sigur Rós – Takk
8. Utangarðsmenn – Geislavirkir
9. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi
10. Emilíana Torrini – Fisherman’s Woman
11. Hjálmar – Hljóðlega af stað
12. Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar – Gling Gló
13. Stuðmenn – Með allt á hreinu
14. Egó – Breyttir tímar
15. Elly Vilhjálms – Heyr mína bæn
16. Hinn íslenzki þursaflokkur – Hinn íslenzki þursaflokkur
17. Sykurmolarnir – Life’s Too Good
18. XXX Rottweilerhundar – XXX Rottweilerhundar
19. Spilverk þjóðanna – Sturla
20. Mugison – Lonely Mountain

9 Athugasemdir

 1. jon · 30/03/2009

  Sex division á nú að vera á þessum lista

 2. Íslendingur · 30/03/2009

  Hvar er Gus Gus á þessum listum??? Að setja Sigur Rós (sem höfðar aðeins til örfárra) á toppinn er lítið annað en grín,,,.

 3. Pétur Valsson · 30/03/2009

  Þessir listar voru nú kosnir af almenningi (amk að hluta til). Í nýju könnuninni er boðið upp á nokkrar GusGus skífur svo þeir sem digga þá geta kosið plötur sveitarinnar. Það má svo deila um hvort fleiri fíli GusGus eða Sigur Rós, en ég þykist nokkuð viss um að SR hafi selt mun fleiri plötur hér á landi en GG…

 4. Valsól · 30/03/2009

  Þursaflokksplatan Gæti eins verið, er besta íslenska platan sem gefin hefur verið út. Lifun kemur þar fast á eftir og svo auðvitað Kona með Buba, Megas á bleikum, spilverkið, Björk og Emilíana Torríni. Svo mætti alveg setja þarna plötuna hans Björgvins Gíslasonar með laginu ,,Draugar stíga dans” sem er algjör snilld.

  Að setja Stuðmenn á þennan lista er móðgun fyrir unnendur góðrar tónlistar að mínu mati. Þetta er tónlist a la jakop magnússon með hljómborðsándi sem allir eru búnir að fá leið á. En auðvitað er það bara mín skoðun.

 5. Gummi · 30/03/2009

  Fór inn á þennan lista um helgina. Goð með SH Draumi er ekki í boði, þannig að ég nennti þessu ekki, gerði ráð fyrir að það vantaði fullt í viðbót.

 6. Pétur Valsson · 30/03/2009

  Ætli þeir séu ekki að beta reglulega við listann því Goðið er að finna þar núna. Um að gera að kjósa þá frábæru plötu.

 7. Maggi · 30/03/2009

  Tek undir þetta með Gumma, Goð með SH draumi er að mínu mati lang besta íslanska platan. Ég hef lengi fylgst með íslenskri tónlist og þessi plata er konfekt… var að finna vínilinn um daginn og það endar með því að hún fari í ramma upp á vegg.

 8. Egill Harðar · 30/03/2009

  Ég get ekki annað en verið sammála varðandi fyrstu tvö sætin á seinni listanum. Restina má hinsvegar skeggræða fram og til baka.

 9. Egill Harðar · 30/03/2009

  Fyrir áhugasama er hér annar áhugverður og ekki síður umdeilanlegur listi.

  100 bestu indie rokk plötur að mati Amazon:

  http://stereogum.com/archives/amazons-100-greatest-indie-rock-albums-of-all-time_061462.html?utm_source=ss&utm_medium=tw

Leave a Reply