Viðtal við Sudden Weather Change

Hljómsveitin Sudden Weather Change hefur hlotið mjög jákvætt umtal að undanförnu. Pitchfork Media lofaðil_42ee17baf5fc2df4d5cf93b2743859d2 bandið hástöfum í umfjöllun sinni um Airwaves-hátíðina og sérfræðingar Fréttblaðsins titluðu drengina sem björtustu von íslenskrar tónlistar. Kvintettinn er skipaður þeim Benjamin (gítar/söngur), Loga (gítar/söngur), Berg (bassi/söngur), Degi (gítar/hljómborð) og Odd (trommur). Um miðjan maí kemur út fyrsta breiðskífa bandsins sem ber hið einfalda nafn: Stop! Handgrenade in the name of Crib Death ‘nderstand? Rjóminn tók Loga Höskuldsson, einn af þremur röddum bandsins, á létt spjall.

Rjómi: Ég man óljóst eftir að hafa séð Sudden Weather Change spila í FB fyrir einhverjum 4 árum – ýmislegt hefur nú breyst síðan þá?

Logi: Já, ég ætla nú rétt að vona að þú sért búinn að gleyma hvernig þessir tónleikar voru í FB! Það sem hefur fyrst og fremst breyst á þessum 4 árum eru mannabreytingar. Sigurður Ingi hætti sem bassaleikari og við fengum Berg Thomas Anderson og Benjamin Mark Stacey til liðs við okkur, tvo stráka af erlendu bergi brotnu. Beggi kom úr ofur-bandinu Big Kahuna og Benni var bara mjög áhugaverður gaur með skemmtilegar pælingar – þeir voru bara svo góðir tónlistamenn að það bjargaði okkur alveg. En hlutirnir fóru að gerast frekar hratt eftir þetta: fljótlega var komin EP-skífa sem seldist upp, fjöldinn allur af tónleikum og tvær Airwaves-hátíðir sem heppnuðust vel hjá okkur. Og svo loksins er breiðskífa að líta dagsins ljós.

Rjómi: Getið þið sagt mér eitthvað um upptökurnar á plötunni?

Logi: Við eyddum tveimur síðustu vikunum í ágúst í elsta húsi Borgarfjarðar, sem nefnist ‘Trönur’, og tókum þar upp. Við ákváðum að vera einir úti í sveit til að hafa sem mesta einbeitingu á meðan að upptökur fóru fram. Við vildum ekki vera í Reykjavík þar sem við myndum vakna seint á daginn og hætta síðla kvöld – vera í endalausu kapphlaupi við klukkuna. Vinur okkar, Friðrik Helgason (trommuleikari Bob), var að fara að vinna lokaverkefninu sínu í upptökuskólanum á sama tíma og við vorum að fara að taka upp – svo okkur fannst upplagt að fá hann til liðs við okkur ná fram svona “fyrsta platan okkar og fyrsta platan hans”-fíling. Friðrik passaði líka fullkomlega að hugmyndum okkar um hvernig platan átti að vera og hljóma. Þar að auki er hann frábær gaur! Við fengum mikið af dóti frá vinum og kunningjum sem höfðu áhuga á að hjálpa okkur að búa til stúdíó uppí sveit, til dæmis Gunnar Þórðarson, svo að þetta var ekkert rosalega mikið mál. Við tókum plötuna fyrst upp ‘live’: trommur, bassi og gítar. Svo voru hinir tveir gítarar teknir upp seinna.

Rjómi: Hvað var eiginlega málið með CCP?

Logi: Þeir beiluðu rétt áður en við fórum í upptökur – þannig ég held að CCP sé ‘no go’ fyrir okkur

Rjómi: En Kimi – hvernig kom það til?

Logi: Ég hreint og beint man það ekki! Við höfðum spurt þá einhverntímann áður um að gefa okkur út en þá sögðu þeir nei. Þegar platan var svo næstum tilbúin leyfðum við þeim að heyra hana – þá voru þeir til í slaginn með okkur. Við hefðum ekki getað verið heppnari með plötufyrirtæki.

Rjómi: Stop! Handgrenade in the name of Crib Death ‘nderstand? – ég skil ekki alveg..?swccover_300_300

Logi: S!HIT NO CD’?

Rjómi: En hvað er svo næst á dagskránni hjá ykkur?

Logi:Það á að reyna að kom okkur á túr um Bandaríkin og Evrópu, en það er ekkert staðfest í þeim efnum – hvað veit maður á þessum krepputímum? Vonandi ferðumst við bara um allan heim, en í millitíðinni erum við að fara í hringferð um landið með sumargleði Kimi Records.

Stop! Handgrenade in the name of Crib Death ‘nderstand? kemur glóðvolg í búðir um miðjan maí en fyrsti singúlinn er nú þegar fáanlegur á Tónlist.is og ber nafnið St. Peter’s Day.

Sudden Weather Change – St. Peters Day

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.