Urmull af ókeypis tónlist

Á tímum netvæðingar heyrist mikið í nöldurbubbum sem kvarta yfir því auðvelda aðgengi að tónlist sem netið færir okkur og vissulega er það rétt að ólöglegt niðurhal kemur því miður óhjákvæmlega niður á buddum tónlistarmanna. Þrátt fyrir það er einnig urmull af ókeypis tónlist á síðum vefsins – tónlist sem hverjum sem er er frjálst að ná í og njóta með fullu leyfi tónlistarmannanna sem flytja. Ein þeirra vefsíða er www. daytrotter.com sem reglulega fær tónlistarmenn til þess að taka upp lög sérstaklega fyrir síðuna og leyfa netverjum að njóta án endurgjalds. Að jafnaði tekur hver sveit upp 3-5 lög í einu og má oft heyra ný og óútgefin lög jafnt sem þekjur og nýjar útsetningar af eldri lögum. Það er því nóg að grúska í fyrir tónlistaráhugamenn á www. daytrotter.com en meðal þeirra sem tekið upp hafa fyrir síðuna eru Vampire Weekend, Bon Iver, Low, Architecture in Helsinki, Death Cab for Cutie, Wire, Bonnie ‘Prince’ Billy og nú síðast gamli Pavement jálkurinn Stephen Malkmus. Tékkum á nokkrum upptökum úr Daytrotter safninu:

of Montreal – Eagle Shaped Mirror (Bunny Ain’t No Kind of Rider)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fleet Foxes – White Winter Hymnal

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mates of State – These Days

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Urmull af ókeypis tónlist”

  1. Guðmundur Vestmann says:

    Virkilega skemmtileg síða!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.