• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Aldrei fór ég suður 09 : 10.-11. apríl

aldreiEin skemmtilegasta tónlistarhátíð ársins er á næstu grösum en dagana 10. og 11. apríl verður Aldrei fór ég suður haldin í sjötta skipti á Ísafirði. Að þessu sinni verður hátíðin í nýju húsnæði, skemmu í eigu KNH á Grænagarði á Ísafirði. Aldrei fór ég suður er rómuðu fyrir einstaklega skemmtilega og hlýja stemningu þar sem tónlistarunnendur á öllum aldri sameinast við fjölbreyttann tónlistarflutning. Líkt og áður eru tónlistaratriðin af ýmsum toga en þeir listamenn sem tróða upp á hátíðinni í ár eru:

Dr. Spock
Sudden weather change
Agent fresco
Sin fang bous
Reykjavík
FM Belfast
Múm
Vicky
Bent moustache
Klezmer kaos
Hemmi Gunn og Kraftlyfting
Klikkhausarnir
Stórsveit Vestfjarða
Skúli Þórðar og Sökudólgarnir
Stjörnuryk
Brot
BIX
Yxna
Mugison
Jóhan Piribauer
701
Ekki þjóðin
Þröstur og Þúfutittlingarnir
Who knew
Myst
Dikta
Blazroca og Sesar A
Fjallabræður úr Önundarfirði
The sleeping prophets
Karl og mennirnir
Boys in a band
Ragnar Sólberg

Vart þarf að taka fram að ekkert kostar inn á Aldrei fór ég suður og því einstakleg kreppuvænleg tónlistarhátíð. Nánari upplýsingar um böndin, gistingu og hvernig best sé að komast til Ísafjarðar má finna á vef hátíðarinnar, www.aldrei.is.

Leave a Reply