• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Eberg

ebergEinar Tönsberg, betur þekktur sem Eberg, gefur á morgun, föstudaginn 3. apríl, út sína þriðju sólóplötu á vegum Cod Music. Platan, sem hlotið hefur heitið Antidote kom út í Japan einhverra hluta vegna þann 11. febrúar síðastliðinn en sú útgáfa er að vísu mjög frábrugðin því sem við Íslendingar fáum í hendurnar á morgun. Séu menn áhugasamir um að verða sér úti um japanska eintakið geta þeir reynt að nálgast það hér.

Eberg sá sjálfur um upptökustjórn á plötunni en eitthvað hafði nú Barði “Bang Gang” Jóhannsson með útkomuna að gera. Barði syngur einnig eitt lag á plötunni með Eberg auk þess að sjá um tónsmíðar á tölvu og einnig kemur Janie Price, betur þekkt sem Bird, talsvert við sögu.

Eberg verður með útgáfutónleika á Sódóma Reykjavík þann 22. apríl en það er einmitt síðasti vetrardagur. Þess ber að geta að Dr. Gunni verður einnig að spila á þessum sömu tónleikum en hann verður þar að fagna útgáfu plötu sinnar Dr. Gunni Inniheldur sem koma mun út einhverntímann í næstu viku.

Hér er svo að lokum sýnishorn af nýju plötu Eberg. Einhverjir kannast eflaust við upphafsstefið í laginu en það var, að mig minnir, notað í sjónvarpsauglýsingu fyrir DV.

Eberg – One Step At A Time

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

2 Athugasemdir

 1. Guðmundur Sigurðsson · 04/04/2009

  Frábært lag, hef alltaf fílað Eberg mikið síðan ég heyrði voffa plötuna sem ég keypti og allt á iTunes 🙂

  Ég stefni allavega á að mæta á útgáfutónleikana. Þetta er án efa einn af mínum uppáhalds íslensku tónlistarmönnum.

 2. Egill Harðar · 04/04/2009

  Gott að heyra. Ég held þú verðir líka ánægður með plötuna nýju.

  Við verðum með plötudóm og viðtal við Eberg á næstunni og því um að gera að fylgjast með.

Leave a Reply