Skrípa-fólk*

francois_virot*heiðarleg tilraun til þess að þýða hugtakið ‘freak-folk’.

Fransmaðurinn Francois Virot sendi frá sér plötuna Yes or No síðla árs 2008. Platan fór þó alveg framhjá mér þar til nú. Tónlistinni væri sennilega best líst sem einhverskonar ‘freak-folk’. Virot framreiður undarlega, akústíska fólkmúsík þar sem óreiðukennd lófaklöpp slá taktinn. Upptökurnar eru naumhyggjulegar en tónlistin er gædd einhverjum frumstæðum krafti. Virot er listamaður sem aðdáendur Dodos ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Francois Virot – Cascade Kisses

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

shamecovereyeAmeríski kvintettinn Woods gaf nýverið út sína fjórðu plötu, Songs of Shame. Bandið er undir sterkum áhrifum frá hefðbundinni fólk-tónlist en leyfir sér þó að fara ótroðnar slóðir í sköpun sinni. Söngrödd Jeremy Earl er dæmd til þess að slá í geng eða floppa allsvakalega.

Woods –   Military Madness

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.