• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ný EP frá Deerhunter

Atlanta sveitin Deerhunter er óstöðvandi í tónlistarframleiðslu sinni. Platan Microcastle sem gefin var út síðasta haust var ein af bestu skífum ársins og þeim munaði ekki um að henda fram úr erminni frábærri aukaplötu, Weird Area Cont., á síðustu stundu og var sú útgáfa því tvöföld. Nú er ný EP plata á leiðinni sem heitir hinu skemmtilega nafni Rainwater Cassette Exchange og kemur út á netinu í maí (og svo á vínyl og geisla í júní). Titillagið má heyra hér:

Deerhunter – Rainwater Cassette Exchange

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annars þá eru meðlimir sveitarinnar ansi duglegir hver í sínu horni við tónsmíðar. Bradford Cox, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, hefur verið á fullu með hliðarverkefnið Atlas Sound og gaf nýlega EP-plötuna Solo, or ‘The Square’ út á vefsvæði sínu og má hlaða henni niður hér. Bassaleikarinn Joshua Fauver gaf í fyrra út þrusu-smáskífu sem Diet Cola og er óhætt að mæla með henni ef einhver skyldi rekast á eintak. Í mars gaf svo hliðarverkefni gítarleikarans Lockett Pundt, Lotus Plaza, hina fínu plötu The Floodlight Collective. Þannig að aðdáendur Deerhunter hafa svo sannarlega nóg að grufla í þessa dagana

Lotus Plaza – Sunday Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lotus Plaza – Quicksand

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

  1. hlynurpálma. · 19/04/2009

    held að microcastle sé einn af bestu diskunum árið 2008. Spennandi að heyra hvað kemur næst, hljómar flott.

Leave a Reply