• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Skátar – Goth báðum megin

goth_2Einkunn: 5,0
Útgáfuár: 2009
Útgáfa: Grandmothers Records

Nýjasta útgáfa Skáta er tveggja laga 7″ vínyl platan Goth báðum megin sem kom loks út nú fyrir skemmstu eftir nokkrar krepputafir. Á skífunni halda Skátar áfram með þær pælingar sem heyra mátti á Ghost of the Bollocks to Come (sjá Rjómadóm) frá 2007 en eru nú enn einbeittari og þéttari.

Lögin tvö á Goth báðum megin nefnast “Pantee Lions (Riding Beasts at the Mini-Bar)” og “Party Liners (I Make Blade, You Crusade)” og eru að venju Skáta mikilar og kaflaskiptar rokkskepnur. “Pantee Lions” byggir þó að mestu á einu fremur einföldu en grípandi stefi sem sveitin teygir út í hið óendanlega en sveitin nær jafnvægi með nokkrum kaflaskiptum á hárréttum augnablikum áður en snúið er aftur. Í “Party Liners” sameinast svo allt það besta við Skáta og er lagið með því allra besta sem sveitin hefur sent frá sér. Skátar hafa sjaldan verið þéttari og fara víða um rokklendur í laginu þar sem hvert snilldaraugnablik rekur annað.

Á Goth báðum megin bæta Skátar sig enn frá fyrri útgáfum og gerir biðina eftir næstu plötu enn óþreyjufullri. Plötuna má finna í betri búðum bæjarins og í vefverslun Grandmothers Records. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk 7″ kemur út og því um að gera að fá sér eintak, enda finnst varla skemmtilegra útgáfuform (kisan mín horfir t.d. dolfallin á vínylplötur spilast en finnst diskar og mp3 harla ómerkileg). Já, svo má auðvitað heyra lögin á myspace Skáta.

Leave a Reply