Eron – Transform

EronRaftónlistarmaðurinn Eron (Eyþór Páll Eyþórsson) efnir til útgáfuveislu á Jacobsen fimmtudaginn 30. apríl, í tilefni af útgáfu fyrstu plötu hans Transform. Platan er hluti af útskriftarverkefni hans í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Lögin á plötunni eru melódískt, minimalískt techno og eru 6 talsins. Honum til aðstoðar verður raftónlistargúrúinn Tonik (Anton Kaldal) og mun hann sjá um upphitun.

Eftir flutning plötunnar mun Eron fara bak við spilarana og DJ-a fram á nótt. Svo er aldrei að vita nema góðir gestir kíki í DJ búrið og taki nokkur lög.

Veislan hefst upp úr 22:30 og er frítt inn.

Hægt er að hlusta á plötuna á www.myspace.com/eroneron

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.