Færeysk innrás!

Færeyski frændi vor, Högni Lisberg, gefur út plötuna Haré! Haré! hér á landi miðvikudaginn 29. apríl næstkomandi. Í tilefni á því flýgur kappinn á klakann og heldur tvenna tónleika um næstu helgi. Platan hefur fengið mikið lof í færeyskri og danskri pressu og þykir Högni hafa fundið sinn tón með þriðju breiðskífu sinni. Þess má geta að hinn landsfrægi bloggari Jens Guð gaf plötunni 4,5 af 5 mögulegum í nýlegum dómi. Allir áhugamenn um góða tónlist og/eða færeyska frændur vora eru skyldaðir til að mæta á þessa stórskemmtilegu tónleika.

Föstudagskvöldið 1. maí kemur Högni fram ásamt hljómsveit sinni á Grand Rokk. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Miðaverð er aðeins 1.000 kr. og hljómsveitin Ég kemur einnig fram á tónleikunum.

Sunnudagskvöldið 3. maí kemur Högni fram á Sódóma Reykjavík (aftur ásamt hljómsveit). Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og kostar 1.000 kr. inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.