• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt frá Tortoise

Biðin eftir nýrri Tortoise plötu hefur verið nær óbærileg undanfarin ár en sem betur fer styttist hún nú óðum. Nú eru liðin 5 ár frá seinustu breiðskífu og á árinu 2007 var orðrómur um næstu plötu kominn á kreik en eitthvað hefur lokahönd sveitarmeðlima staðið á sér. Fyrir stuttu var svo loks tilkynnt um útgáfudags gripsins sem hlotið hefur nafnið Beacons Of Ancestorship og er væntanleg undir lok júnímánaðar. Sem fyrr má búast við frumlegri blöndu ólíkra tónlistastíla en Tortoise menn hafa iðuleg blandað saman rokkmúsík, elektróník, jazzi og hreinilega hverju sem er á skemmtilegan hátt. Hinn umdeildi stimpill “post-rock” sást einmitt fyrst á prenti í umfjöllun um fyrstu breiðskífu sveitarinnar árið 1994 – þó svo að hann hafi fyrir löngu síðan farið að merkja eitthvað allt annað og einhæfara en tónlist Tortoise.

Fyrstu hljóðdæmin af væntanlegri skífu er nú mætt á vefinn og má heyra einhverjar nýjar áherslur þó að hinn einkennandi stíll Tortoise sé á sínum stað:

Tortoise – High Class Slim Came Floatin’ In

Tortoise – High Class Slim Came Floatin\’ In

Tortoise – Prepare Your Coffin

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Leave a Reply