• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

100 bestu plöturnar – kosningin hafin

Fyrir nokkru sögðum við hér á Rjómanum frá enn einni könnuninni á því hver besta íslenska platan væri og nú er kosningin hafin á milli þeirra 100 sem lentu efst í forkönnun. Einhverjir klóra sér efalaust í hausnum yfir því hversu margar frábærar plötur fengu ekki náð hjá Íslendingum í þetta skiptið og einnig hvernig sumar plötur fóru að því að komast á þennan 100 platna lista. En hvað það – misjafnur er víst smekkur manna. Rjóminn hvetur nú samt lesendur sína til að skunda á tonlist.is og kjósa þær plötur sem hverjum og einum finnst standa upp úr – en hver má haka við tuttugu plötur af listanum. Kjósa má til 29. maí og verða niðurstöður kunngjörðar 1. – 17. júní.

Kjósa má um bestu íslensku plötuna hér.

3 Athugasemdir

 1. Hildur Maral Hamíðsdóttir · 05/05/2009

  Mér finnst ótrúlegt að engin Bang Gang plata hafi náð á þennan lista þrátt fyrir allan sorann sem má sjá þarna inn á milli..

 2. Guðmundur Vestmann · 05/05/2009

  já, og þar að auki er engin plata frá múm þarna inni . . ?

 3. Egill Harðar · 07/05/2009

  Ég ætla að velja Ísland með Spilverkinu sem bestu plötuna. Þvílík gargandi snilld!

Leave a Reply