Ólöf Arnalds með nýtt efni

Söngkonan Ólöf Arnalds kom flestum á óvart með frumburði sínum, Við og við, fyrir tveimur árum og gleðjast því líklega margir yfir fregum af væntanlegri skífu sem hlotið hefur nafnið Ókídókí. Ólöf hefur hleypt fyrsta hljóðdæminu af plötunni á netið og nefnist lagið “Vinur minn” og ku verða fyrsta lag skífunnar. Lagið er ekki alveg fullhljóðblönduð en gefur hlustendum hugmyndir í hvaða átt hún sé að fara á nýju plötunni. Í laginu má heyra fleiri hljóðfæri en Ólöf hefur notast við hingað til, kór og barnsgrátur! Þeir sem hafa séð Ólöfu á tónleikum undanfarið kannast líklega við lagið en hún hefur stundum fengið áheyrendur til þess að taka undir með henni þegar á flutningi stendur.

Ólöf Arnalds – Vinur minn (rough mix)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Ólöf Arnalds með nýtt efni”

  1. […] í september. Fyrsta platan hennar, Við og við, kom út árið 2007 og heilt ár er síðan við heyrðum fyrsta forsmekkinn af nýja gripnum þannig að margir eru líkast til farnir að bíða óþreyjufullir. Margt bendir […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.