Grýlukvæði Stefáns í Vallarnesi

2532341624-1Draumaland Andra Snæs hefur hlotið töluvert lof hér á landi, en ekki bara fyrir úrvinnslu hugmynda og efnis heldur líka fyrir sérstaklega flotta tónlist. Það er snillingurinn Valgeir Sigurðsson sem sér um músíkina ásamt Bedroom Community hópnum og er stefnt að útgáfu með tónlistinni innan skamms. En á meðan við bíðum, þá hefur Grapevine, ásamt Valgeiri, splæst í síngúl handa áhugasömum sem hægt er að nálgast frítt hér. Um er að ræða gamalt íslenskt þjóðlag, “Grýlukvæði” (nei, ekki þetta eftir Jóhannes úr Kötlum), sem Valgeir útsetur af stakri snilld. Þess má til gamans geta að bandaríkjamaðurinn Sam Amidon á heiðurinn af söngnum, sem er jú auðvitað á íslensku.

Hérna má svo finna kvæðið sjálft.

One response to “Grýlukvæði Stefáns í Vallarnesi”

  1. kristjangud says:

    TAKK! Er búinn að þrá þetta lag frá því að ég sá myndina.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.