Ofskynjanir á þjóðveginum : Lights On The Highway hyggur á útgáfu þann 11.júní n.k.

Lights On The HighwayÍslenska hljómsveitin Lights On The Highway ætti að vera flestum tónlistarunnendum hér á landi kunn en væntanleg er önnur breiðskífa sveitarinnar þann 11.júní n.k.
Sveitin hefur verið í sviðsljósinu hér á landi allt frá útgáfu samnefnds frumburðar hennar sem kom út árið 2005. Síðan þá hafa drengirnir verið iðnir við þátttöku á Iceland Airwaves hátíðunum sem og að út hafa nú þegar komið þrjú ný lög frá sveitinni.

Án efa voru margir farnir að svipast um eftir nýju efni frá sveitinni en gengið hafði orðrómur um að sveitin hafði lagt upp laupana fyrir þónokkru síðan en svo er allverulega ekki.
Hljómsveitin sendi frá sér lagið Paperboat sumarið 2007 og gaf vel til kynna að hér væri sveitin komin í nýjan og breyttan farveg. Lagasmíðarnar voru þéttari sem og áhrifavaldarnir fleiri og greinilegt að næsta plata yrði engan veginn með sama sniði og sú fyrri. Þó kom babb í bátinn því ekki heyrðist aftur í sveitinni frá því seint á síðasta ári með laginu Silver Lining. Bæði lögin áttu þó góðu gengi að fagna á útvarpsstöðum landsins en þó fréttist ekkert af útgáfudegi plötunnar.
Sveitin sendi frá sér smellinn A Little Bit Of Everything nýlega og fannst þá án efa flestum tími til kominn að henda út plötunni, áður en ljósvakinn fylltist af heilli plötu af smáskífum. Nú er sá dagur brátt að renna upp og fagna strákarnir því með meiru.

Nýja platan er sögð vera þónokkuð stökk frá þeirri síðari og hefur sveitin einkennt sig sömuleiðis sem pshycadelic band. Má með sanni segja að ofskynjunaráhrif séu greinilega á plötunni ef dæma má nafnið rétt sem platan hefur fengið. Amanita Muscaria heitir kvikindið en fyrir þá sem ekki vita er það ákveðin tegund af svepp sem nota má til ofskynjunaráhrifa. Áhugasömum er bent á að líta á sveppina í atriðinu úr kvikmynd Tenacious D, The Pick Of Destiny þar sem Jack Black hittir Stórfót og skemmtir sér vel.

Sveitin hefur sent frá sér fjórða lagið af plötunni sem ber heitið Katrina og má nálgast það á MySpace síðu sveitarinnar www.myspace.com/lightsonthehighway.

Aðdáendur sveitarinnar geta sett sig í stellingar fyrir komandi vikur því sveitin hyggst halda tónleika á Dillon við Laugaveg þann 20.maí n.k. , Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu þann 4.júní n.k. og loks á Mývatni þann 10.júlí.

Spennandi verður að sjá hvernig ofskynjunarsveppirnir hafa áhrif á ljósin á þjóðveginum. Hvort verða þau skærari í myrkrinu eða eineygð?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.