• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Animal Collective tónleikar í massavís

Aðdáendur Animal Collective hafa haft nóg að ylja sér við undanfarin ár, enda er sveitin dugleg að senda frá sér efni sem heillar og gleður nýjungagjarna tónlistarunnendur. Á veraldarvefnum má svo finna ýmislegt tónleikaefni með sveitinni sem hlusta má – og hlaða niður – án endurgjalds. Verra gæti það nú verið!

Á heimasíðu NPR útvarpsstöðvarinnar má t.d. hlusta á streymi af tónleikum Animal Collective frá því í gærkvöldi (11. maí 09) og finna má fleiri upptökur frá stöðinni ef leitað er. Hin frábæra og gríðarstóra skráargeymsla Internet Archives inniheldur svo urmul af tónleikum með sveitinni, en einnig má minnast á að síðan geymir allra handa mynd- og hljóðupptökur sem ekki njóta höfundarréttar og má gramsa í þeim dögum saman án þess að láta sér leiðast.

Þeir sem höfðu hins vegar hug á að festa kaup á Animal Crack boxinu sem Rjóminn sagði frá fyrir stuttu verða víst að bíta í það súra epli að öll 1000 eintökin virðast hafa selst upp í snarhasti þegar opnað var fyrir pantanir nú í vikunni. Áhugasamir geta þó skráð sig á póstlistann hjá Fusetron þar sem tilkynnt verður bráðlega hvort einhver eintök séu eftir. Annars má líka vona að boxið skjóti upp kollinum á ebay einhvern tímann.

Annars voru Animal Collective í heimsókn í þætti David Letterman í síðustu viku og fluttu “Summertime Clothes” af Merriweather Post Pavilion með aðstoð dansara:

4 Athugasemdir

 1. Hildur Maral Hamíðsdóttir · 12/05/2009

  Æ, hvað ég væri til í að sjá þá á tónleikum. Sé endalaust eftir því að hafa farið frekar á Roger Waters en þá á Hróarskeldu 2006, var meira að segja nýbúin að sjá Waters…

 2. Pétur Valsson · 13/05/2009

  já, það er alveg kominn tími til að einhver fari að flytja sveitina hingað til lands …

 3. Hildur Maral Hamíðsdóttir · 13/05/2009

  Það ætti nú að vera hægur leikur, þeir tengjast landinu náttúrulega… Koma svo! Einhver!

 4. Pétur Valsson · 13/05/2009

  akkúrat… kannski aðalnúmerið á næstu Airwaves?

Leave a Reply