Wilco (band, plata, lag)

Í lok júní senda jaðarkántrírokkararnir í Wilco frá sér sína sjöundu hljóðversskífu sem hlotið hefur hið frumlega nafn Wilco (The Album) og sveitin bætir um betur og skýrir upphafslagið “Wilco (The Song)”. Umslag plötunnar skartar kameldýri með partýhatt fyrir aftan auða stóla og geta lesendur velt fyrir sér merkingu þess eins lengi og þeir vilja. Wilco (The Album) inniheldur 11 ný lög úr smiðju þeirra félaga með hinum einkennandi Wilco blæ en minnast má á að söngkonan Feist heimsækir sveitina í laginu “You and I”. Hlusta má á streymi af plötuna í heild sinni á heimasíðu Wilco eða tékka á tveim tómdæmum hér:

Wilco – Wilco (The Song)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Wilco – You and I

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annars tóku Wilco menn nýlega upp Woody Guthrie lagið “The Jolly Banker” sem hlaða má niður á síðu sveitarinnar og biðja sveitarmeðlimi fólk um að styrkja um leið Woody Guthrie stofnunina.

One response to “Wilco (band, plata, lag)”

  1. Haha, frábært plötucover

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.