• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ný plata frá My Summer as a Salvation Soldier væntanleg

My Summer as a Salvation Soldier Tónlistarmaðurinn Þórir Georg Jónsson sem gefur út undir listamannsnafninu My Summer as a Salvation Soldier er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjustu plötu sína sem mun bera nafnið The Devils. En sú síðasta, Activism, kom út í byrjun síðasta árs.

The Devils, sem er hans fjórða plata, þykir ansi frábrugðin fyrri plötunum að því leiti að raftónlistaráhrifin eru töluvert meira áberandi en á eldri verkum hans. Ef vel er hlustað má einnig heyra nokkuð greinileg áhrif frá tilraunakendari popp tónlist níunda áratugarins.

Í tilefni þess að styttast fer í útgáfu plötunnar hefur fyrsta lag hennar verið gefið út í netheimum og heitir það “All the way home”.

My Summer as a Salvation Soldier – All the way home

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Egill er ritstjóri Rjómans.

Leave a Reply