Viðtal við Eberg

eberg_1

Eberg er tónlistarunnendum af góðu kunnur en hann gaf út þann 3. apríl síðastliðinn sína þriðju sólóplötu á vegum Cod Music. Rjóminn náði tali af kappanum og spurði hann nokkura spurninga.

Hvernig hafa viðtökurnar á Antidode verið?
Ljómandi fínar, takk.

Af hvaða leiti er Antidote frábrugðin þinni síðustu plötu?
Það er meiri heildarbragur á henni, minni geðsjúklingur. Svo er meira um live-trommur sem gefur plötunni aðeins hlýrra yfirbragð.

Finnst þér þú hafa vaxið, breyst eða þroskast sem tónlistarmaður milli platna?
Ég veit það ekki, ég er aðallega að ná betri tökum á þeim tækjum og tólum sem ég er að brúka. Það er aldrei nein “aðkeypt stúdíó-þjónusta” þannig að þær takmarkinir sem eru til staðar hafa mikil áhrif á sándið á plötunum.

Nú hefur þú alið manninn að mestu leiti erlendis undanfarin ár. Hvar varstu og hvað vatstu að bralla?
Ég var í London. Fór þangað í upptökunám 1997, ætlaði að vera í eitt ár en árið varð áratugur. Ég kynntist fullt af góðu fólki, var að spila í böndum, taka upp, próducera og njóta lífsins.

Ertu nú kominn heim til að vera?
Jamm, þetta var orðið gott. Ég er mjög sáttur við það að vera kominn heim.

eberg_2Hvert er stefnan sett í framtíðinni? Útrás, meik, landvinningar eða bara sveitaböll?
Mig skortir alla ákveðna stefnumyndun. Það hefur alltaf háð mér. Eina sem ég veit fyrir víst er að ég stefni á að smíða fleiri plötur.

Nú aðstoðar Barði kenndur við Bang Gang þig auk annara þig á nýju plötunni. Verður áframhald á því samstarfi? Er kannski samstarf við aðra listamenn á dagskránni?
Barði gerir eitt lag með mér á plötunni. Það er mjög frískandi að vinna með þeim mikla snilling. Ég var að pródúcera plötu með breskri stúlku sem kallar sig Bird, mjög skemmtilegt dót, sú plata kemur út núna í sumarbyrjun. Ég er að vinna að plötu með Rósu í Sometime undir nafninu Feldberg, við stefnum að því að hafa hana tilbúna í haust. Svo erum við Pétur Ben að taka upp tvö lög saman fyrir kvikmynd, það er virkilega gaman.

Einhverntímann heyrði ég á það minnst að þú hefðir búið til hljóðfæri sem kallast Eharp. Er eitthvað til í þessu og ef svo er hverskonar hljóðfæri er Eharp?
Eharpan er mjög mikilvægt hljóðfæri. Það er herðatré með sex strengjum, tveimur pikkuppum, inputi, volume og tone-stýringu. Þetta var meira til gamans gert og ég spilaði á þetta þegar ég var að kynna fyrstu plötuna mina. Það þarf að drekkja þessu í effectum svo sándið nái einhverju flugi samt.

Einhver benti mér á að þú og Trent Reznor úr Nine Inch Nails væruð sláandi líkir. Þið eruð ekkert skyldir er það?
(sjá Eberg og Trent)
Ekki leiðum að líkjast… hehe. Je dúdda mía.

Rjóminn þakkar Einari “Eberg” Tönsberg kærlega fyrir og minir lesendur sína á að endasendast út í búð og tryggja sér eintak af Antidote. Við getum að sjálfsögðu ekki sagt skilið við Eberg nema heyra eins og eitt lag af plötunni.

Eberg – One Step At A Time

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.