Ung og ástfangin

Söngkonan unga Sharon Van Etten gefur út sína fyrstu eiginlegu breiðskífu út nú í næstu viku hjá hinu áhrifamikla jaðarmerki Drag City (heimili Bonnie ‘Prince’ Billy, Joanna Newsom, Silver Jews o.fl.). Van Etten gaf reyndar sjálf út demóupptökur í fyrra en nýja skífan, sem heitir Because I Was In Love, inniheldur að hluta til sömu lög sem nú hafa verið tekin upp í mun betri aðstæðum. Sharon Van Etten rær á svipuð tónlistarmið og t.d. Cat Power, Vashti Bunyan og Sibylle Baier og hefur hún nýlega farið í tónleikaferðir með Beirut og Great Lake Swimmers. Það sem heyrst hefur af þessari væntanlegu skífu Van Etten gefur til kynna að þar gæti næsta jaðarþjóðlagastjarna verið á ferðinni…

Sharon Van Etten – For You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.
Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.