• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Mikael Lind gefur út plötu með píanóverkum

Tónlistarmaðurinn Mikael Lind, sem á þessu ári sendi frá sér plötuna Alltihop, hefur nýlega klárað við upptöku nýrrar plötu. Um er að ræða plötu með píanóverkum sem Mikael hefur spunnið og tekið upp þegar hann fékk aðgang að flottu gamaldags píanói í einn mánuð. Hann hlustar oft á píanótónlist eftir Erik Satie, Arvo Pärt og Dimitri Sjostakovitsj, og sumt í verkum hans minnir einmitt á stíl þessara tónskálda. Mikael er sjálfsmenntaður á píanó og í tónsmiði og því eru verk hans á köflum hrá og óhefðbundin. Plötu Mikaels er hægt að hlaða niður ókeypis í mp3 formi á heimasíðu hans:

mikaellind.blogspot.com

Egill er ritstjóri Rjómans.

Leave a Reply