Rökkurró og röð ábreiða

Hljómsveitin Rökkurró hefur haft nóg fyrir stafni undanfarið en þau fóru meðal annars í tónleikaferðalag fyrr á árinu eftir að mannabreytingar höfðu orðið á sveitinni. Einnig spiluðu þau á Gogoyoko/Grapevine tónleikum í síðustu viku ásamt Kimono og Me, The Slumbering Napoleon. Nú tekur hins vegar sköpunarferlið við hjá hljómsveitinni en þau ætla að loka sig inni í bústað fram á sunnudag til að semja nýtt efni. Á meðan geta æstir aðdáendur huggað sig við eftirfarandi myndbönd, sem eru liður í röð ábreiða/kóverlaga sem Hildur og Árni úr Rökkurró hafa ákveðið að taka sér fyrir hendur. Hér má sjá fyrstu tvö myndböndin, en hið seinna var birt í dag. Lögin sem dúóið tók fyrir eru „Skinny Love“ og „Nantes“  eftir  Bon Iver og Beirut og vonast Rjóminn að sjálfsögðu til að þau verði mikið fleiri.

One response to “Rökkurró og röð ábreiða”

  1. Guðmundur Vestmann says:

    Ég hafði mjög gaman af þessu!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.