Lyftutónlist 21. aldarinnar

Lyftutónlist 21. aldarinnar er ekki létt og saklaus músík sem fer inn um eitt eyrað og út um annað án þess vekja mikla athygli þeirra sem heyra. Nei, lyftutónlist dagsins í dag heyrist ekki bara í lyftum heldur er hún spiluð í lyftum! Allt frá því að upptakan af Arcade Fire að spila “Neon Bible” í lyftu fór eins og eldur um sinu á netinu fyrir nokkrum árum hafa sprottið upp síður þar sem tónlistarmenn spila lög sín á hinum ýmsu stöðum; á götuh0rnum, í leigubílum – og jú, nú loksins í lyftum…

Það eru Hollendingarnir hjá VPRO sem reka vefsíðuna 3voor12 (ekki spyrja hvað allar þessar skammstafanir standa fyrir) og innan um ýmislegt tónlistartengd efni má þar finna aragrúa af upptökum af hljómsveitum spila lög sín inni í lyftu. Hollendingarnir kalla uppátækið “Behind Closed Doors” og meðal þeirra sem hafa troðið sér inn í lyftu og spilað fyrir þá eru Deerhunter, Jason Lytle, Low, The Dodos, Jenny Lewis, Adam Green, Bon Iver, The Charlatans og Walkmen . Að jafnaði tekur hver listamaður/sveit nokkur lög svo þarna er heilmikið af spennandi músík að heyra og sjá. Kíkjum á hvernig Bradford Cox, hinn “íðilfagri” (öhömm) söngvari Deerhunter tekur sig út í lyftunni:

Sé flett lengra niður má einnig sjá aðra seríu sem Hollendingarnir kalla “Bouwputsessie” (getur einhver borið þetta fram?) en þar spila hljómsveitir lög sín á miðju byggingarsvæði á milli steypuhrærivéla og byggingarkrana. Þannig má sjá þrjá liðsmenn Hjaltalín renna í gegnum lögin “Suitcase Man” og “Traffic Music” með öryggishjálma á hausnum – hverjum hefur ekki dreymt um að sjá það?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.