• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ágætis byrjun 10 ára í dag

Já, það eru nákvæmlega 10 ár í dag síðan tímamótaplata Sigur Rósar, Ágætis byrjun, kom út. Þann 12. júní 1999 kom skífan út og sama dag spilaði sveitin á útgáfutónleikum í Íslensku Óperunni sem jafnan eru taldir með þeim mögnuðustu sem haldnir hafa verið hér á landi. Flestir eiga einhverjar minningar tengdar plötunni og verð ég nú að segja að ég held að varla nein önnur plata hafi verið í spilaranum hjá mér þetta sumar fyrir 10 árum (það var reyndar þrautinni þyngri að finna eintak sem var ekki útatað í límklessum því að umslagið hafði verið límt saman í flýti fyrir útgáfu, en það er nú önnur saga).

Í tilefni afmælisins hefur verið opnaður afmælisvefur plötunnar á heimasíðu Sigur Rósar. Þar má m.a. hlusta á demó og tónleikaupptökur, lesa ítarlegar upplýsingar um plötuna; um tildrög hennar og áhrif sem og umfjallanir og viðtöl í tengslum við útgáfu hennar, horfa á myndböndin af plötunni og nokkrar tónleikaupptökur og svo er aragrúi af ljósmyndum frá tímabilinu. Einnig er léttur afmælisleikur í gangi með einni einfaldri spurningu sem ætti ekki að vefjast fyrir íslenskum aðdáendum sveitarinnar, en í verðlaun er númerað eintak af vínylútgáfu plötunnar. Það er eiginlega skylda tónlistaráhugamanna að setja Ágætis byrjun á fóninn í dag og sökkva sér í skemmtilegt grúsk af tilefni afmælisins.

Sigur Rós – Svefn-G-Englar from sigur-ros.co.uk on Vimeo.

1 Athugasemd

  1. Hildur Maral Hamíðsdóttir · 12/06/2009

    Veiiii! Til hamingju Á.B! 🙂 Mun hlusta í kvöld.

Leave a Reply