Airwaves 09 að skýrast

airwaves_logoIceland Airwaves hátíðin verður haldin eins og vera ber í október næstkomandi, nánar tiltekið dagana 14.-18. þess mánaðar. Nú ku 40 sveitir hafa staðfest komu sína á hátíðina, þar af 11 erlendar, og 110 nöfn í viðbót eru væntanleg á dagskrána. Eins og lesendur flestir vita er kreppa á landinu og hefur gengi krónunnar varla verið lægra í manna minnum. Til þess að tryggja rekstrargrundvöll hátíðarinnar mun miðinn á festivalið verða seldur í evrum! Já, það mun kosta 85 evrur á Iceland Airwaves sem er víst sama verð (í evrum) og var á síðustu hátíð en reiknast víst sem 15.300 krónur samkvæmt því gengi sem við búum við í dag. Til þess að koma á móts við fátæka Íslendinga verður miðinn þó seldur á 8.900 krónur fyrstu tvær vikurnar í forsölu, en miðasalan hefst 29. júní.

Erlendu sveitirnar sem staðfestar hafa verið á Iceland Airwaves í ár eru hin sænska Nina Kinert, sveitirnar Casiokids og Megaphonic Thrift sem báðar koma frá Noregi, Cock N´ Bull Kid, Micachu, Metronomy, The Golden Silvers og James Yuill frá Bretlandi, Bandaríkjamennirnir í The Golden Filter og The Postelles og frá Þýskalandi kemur svo Alaska in Winter. Þó að það séu kannski engin risanöfn í þessum hóp (vonandi eiga fleiri spennandi atriði eftir að bætast við) þá er ýmislegt áhugavert hér á ferð, tékkum á nokkrum nöfnum:

Nina Kinert – I Shot My Man

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Metronomy – My Heart Rate Rapid

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Casiokids – Togens Hule

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Postelles – White Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


3 responses to “Airwaves 09 að skýrast”

 1. Guðmundur Vestmann says:

  Hef aðeins verið að hlusta á frumburð Micachu and the Shapes – gæti verið ansi hressandi tónleikaupplifun . .

 2. 15.300 ??? úff úff úff …

  Hef bara heyrt í Alaska in Winter af þessum böndum og get því miður ekki mælt með honum á tónleikum….. átti mjög slakt kvöld á Organ hér um árið.

  Vonandi bætast fleiri áhugaverð bönd við, þetta er náttúrulega alltaf frábær hátíð en rúmlega 15.000 fyrir miðann verður að borga sig

 3. Gylfi blndal says:

  sammála hildi, AIW átti arfa slaka tónleika hér um árið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.