Ágætis byrjun besta plata Íslandssögunnar

100bestuÁ þjóðhátíðardag Íslendinga, þann 17. júní, kom í ljós hvaða plötur lentu í 20 efstu sætunum í Leitinni að 100 bestu plötum Íslandssögunnar sem Rás 2, Tónlist.is og Félag hljómplötuframleiðanda hafið staðið fyrir frá því í mars. Það kemur eflaust fáum á óvart að strákarnir í Sigur Rós hafi hreppt hnossið, en önnur breiðskífa þeirra, Ágætis byrjun, var valin af 100 manna dómnefnd auk gífurlegs fjölda almennings og hefur því hlotið nafnbótina besta plata Íslandssögunnar.

Eins og áður hefur komið fram á Rjómanum eru nú 10 ár frá því að Ágætis byrjun kom út og er heimasíða sveitarinnar að halda upp á það um þessar mundir. Heimasíðan býður nú notendum síðunnar að sækja tónleikaupptöku frá útgáfutónleikum plötunnar frítt, en Rjóminn hvetur að sjálfsögðu lesendur sína til að missa ekki af því.

Hér má svo sjá í hvaða sæti 50 efstu plötur listans lentu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.