Tonik gefur út Form Follows

Nýverið kom út plata með hljómsveitinni Tonik. Hún ber titilinn Form Follows og er fáanleg á helstu tónlistarveitum netsins; bandcamp, itunes, gogoyoko, amazon mp3, emusic, aimestreet, napster og rhapsody.

Anton Kaldal Ágústsson er maðurinn á bak við Tonik og sýslað í músík í þó nokkurn tíma. Honum til aðstoðar á plötunni eru Friðrik Sigurbjörn Friðriksson og Steingrímur Þórarinsson á bassa og Þórður Hermannson á selló.

Auk plötunnar hefur Tonik verið að gera endurhljóðbandanir af “Just Getting Started” eftir Dikta og síðan “Can´t Walk Away” eftir Herbert Guðmundsson á vegum Party Zone, sem hægt er að nálgast á tonlist.is. Einnig var bandið með lag á safndisknum Weirdcore sem kom út á síðasta ári . Auk þess fór lag af plötunni A Random Mouse Book í spilun í þættinum 120 Minutes á MTV2 í október þangað til að sá þáttur fór af dagskrá í byrjun febrúar.

Næstkomandi fimmtudag eru Tonik tónleikar á Weirdcore kvöldi á Jacobsen þar sem aðgangur er ókeypis, en auk Tonik mun Sykur og Yoda Remote koma fram.

Tonik – Recycles

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

tonik.bandcamp.com
myspace.com/tonikmusic
tonikaldal.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.