Nýtt frá Beck

Record Club: Velvet Underground & Nico ‘Sunday Morning’ from Beck Hansen on Vimeo.

Meistari Beck hefur undanfarið unnið að nýjum verkefnum í tengslum við vinnu á nýrri heimasíðu kappans. Eitt af þessum verkefnum kallast Record Club en þar er um að ræða óformlegan hitting fólks úr ýmsum áttum með það eitt að markmiði að taka upp og endurútgefa sígilda rokkplötu. Verknaðurinn er algerlega óæfður og er ætlunin að birta eitt myndband á viku á heimasíðu Beck.

Sú plata sem varð fyrst fyrir valinu er hin fornfræga plata Velvet Underground & Nico og eru það ekki minni menn en Nigel Godrich, Joey Waronker, Brian Lebarton, Bram Inscore, Yo, Giovanni Ribisi og Chris Holmes auk Beck sjálfs sem taka þátt að þessu sinni. Það er svo Þórunn nokkur Magnúsdóttir sem fullkomnar dæmið með bakröddum. Nema hvað?

One response to “Nýtt frá Beck”

  1. […] út spurðist að söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir legði kappanum lið við verkið. Rjóminn greindi frá verknaðnum fyrir nokkru og sýndi lesendum myndbandið við “Sunday Mor…. Nú hefur Beck opinberað næstu þrjú lög af plötunni og er því um að gera að skoða […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.