Spiral Stairs í sólógír

Nú fyrr í mánuðinum voru 10 ár síðan síðasta plata Pavement kom út og það virðist nú samt ekkert svo langt síðan. Það hlýtur þá að þýða að ég er farinn að eldast ótæpilega hratt…

En ástæðan fyrir þessum pósti hér er að í fyrsta skipti í lengri tíma heyrist eitthvað frá gítarleikara Pavement, honum Spiral Stairs (aka Scott Kannberg), sem er að fara gefa út sína fyrstu sólóplötu. Kannberg var ekki alveg jafn virkur í lagasmíðunum og félagi hans Stephen Malkmus en þessi nokkur lög sem hann lagði til á plötur sveitarinnar gáfu þeim ákveðið jafnvægi sem vantað hefur á sólóplötur þess síðarnefnda. Kannberg hélt um tíma út hinni ágætu Preston School of Industry, sem flaug aldrei neitt sérstaklega hátt, en nú eru komin heil 5 ár síðan eitthvað heyrðist frá þeirri sveit síðast.

Nýja platan frá Spiral Stairs mun heita The Real Feel og kemur út í haust en meðal þeirra sem spila með Kannberg á plötunni eru meðlimir úr Preston School of Industrie, The Posies og Broken Social Science. Umslagið prýðir líka þessi skemmtilega mynd af pilluglöðum þvottabirni svo hvernig getur það klikkað? Fyrsta lagið sem heyrast af skífunni heitir “Maltese Terrier” og lofar góðu:

Spiral Stairs – Maltese Terrier

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Rifjum svo upp eitt gamalt Pavement lag úr smiðju Spiral Stairs, hið frábæra “Passat Dream” af Brighten The Corners sem kom einmitt út í svakalegri viðhafnarútgáfu rétt fyrir síðustu áramót.

Pavement – Passat Dream

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.