• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

5 bestu lög ársins

Þar sem árið er hálfnað er ekki úr vegi að taka stöðuna aðeins. Ritstjóri ákvað að lista upp og deila með ykkur lesendum fimm bestu lögunum sem hljómað hafa í eyrum hans það sem af er ári.

Listinn er svona:

1. Sick Muse
Einstaklega grípandi og límkennt lag sveitarinnar Metric. Hápunktarnir eru án efa gítarstefið, viðlagið og uppbyggingin að því. Lagið er að finna á plötunni Fantasies.

Metric – Sick Muse

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2. Two Weeks
Grizzly Bear eiga án efa eina af plötum ársins og á grip sem slíkum er óhjákvæmilegt annað en að finna eitt af lögum ársins. Sumir hefðu sjálfsagt valið lög eins og “Cheerleader” en sjálfum finnst mér þetta lag bera af.

Grizzly Bear – Two Weeks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

3. Aurora Borealis
Ekki fyrir löngu bloggaði ég hér um Nesey Gallons og hið einstaklega grípandi norðurljósa lag hans. Þetta er einfalt lítið lag en oftast eru jú bestu lögin þannig. Þetta þarf ekki að vera flókið til að virka.

Nesey Gallons – Aurora Borealis

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

4. Daniel
Já, ok. Ég veit að þetta lag er í spilun út um allt en þetta er helvíti gott lag engu að síður. Það var líka kominn tími á að Bat For Lashes bærist almenningi til heyrna.

Bat For Lashes – Daniel

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

5. Starlight
Hermigervill fer hamförum á nýjustu plötu sinni þar sem hann tekur vinsæl íslensk lög og færir í nýjan búning á einstakan hátt. Hápunkturinn á plötunni er án efa meðferð hans á gamla Trúbrot slagaranum “Starlight”. Snilld!

Hermigervill – Starlight

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

5 Athugasemdir

 1. Hildur Maral Hamíðsdóttir · 29/06/2009

  Ágætis lög. Man eftir að hafa séð Metric á Airwaves á sínum tíma og verið voða spennt yfir laginu Poster of a Girl en tónleikarnir voru nú ekkert sérlega spes. Þetta lag er samt mjög grípandi. Ég hefði samt sett Ready, Able sem Grizzly Bear lagið, þeir eiga klárlega eina af plötum ársins…

  Hér er mitt framlag;

  When I Grow Up – Fever Ray
  Blood Bank – Bon Iver
  Since We’ve Been Wrong – The Mars Volta
  My Girls – Animal Collective
  I’m an Alcoholic – Dent May & His Magnificent Ukulele

 2. Mikael Lind · 29/06/2009

  Two weeks med Grizzly bear er alveg frábært. Svona á popptónlist að hljóma.

 3. Bjöggi · 29/06/2009

  Mér finnst Two Weeks vera hrikalega líkt Stll Dre með Dr.Dre. Kannski þess vegna sem ég fíla þetta lag svo mikið?

 4. Egill Harðar · 29/06/2009

  Þú segir nokkuð. Kannski þeir hafi leitað í smiðju Dre á meðan á lagasmíðunum stóð?

 5. Halla Þórðar · 30/06/2009

  Sannarlega sammála með Two Weeks. Það er bara einum of gott lag.

Leave a Reply