• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Gogoyoko opnar

Tónlistarbúðin og netsamfélagið gogoyoko.com opnar á morgun, fimmtudaginn 9. júlí 2009 á Íslandi. Íslendingar verða þar með fyrstir til að fá fullan aðgang að gogoyoko, en fleiri lönd munu fylgja í kjölfarið.

gogoyoko er nýr vettvangur og tónlistarveita þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni á framfæri og í sölu á alþjóðavísu, án milliliða, og verið í beinu sambandi við sína áhangendur.

Með opnun gogoyoko geta allir tónlistarunnendur á Íslandi skráð sig inn á síðuna og stofnað sína eigin gogoyoko notendasíðu. Í gegnum notendasíðunar er hægt að hlusta á tónlist, raða lögum inn í spilarann sinn og tengjast hljómsveitum og listamönnum. Listamenn og hljómsveitir geta sömuleiðis stofnað notendasíður á gogoyoko og sett tónlist sína beint í sölu. Þeir ákveða sjálfir verðið á einstökum lögum og plötum – og geta selt tónlistina milliliðalaust til tónlistarunnenda.

Það eina sem þú þarft að gera til að vera með á gogoyoko er að heimsækja www.gogoyoko.com og skrá þig. Og það besta er að það er algerlega frítt!

Egill er ritstjóri Rjómans.

4 Athugasemdir

 1. Pétur Valsson · 08/07/2009

  frábært. verst samt að allt er selt í pundum, sem eru óheyrilega dýr um þessar mundir.

 2. Egill Harðar · 08/07/2009

  Þetta eru reyndar Evrur en það kemur svosem út á það sama þökk sé okkar frábæra gjaldmiðli (og Hannesi fokking Smára ofl.)

 3. Pétur Valsson · 08/07/2009

  nú, jæja – þær eru a.m.k. aðeins ódýrari en pundin

Leave a Reply