gogoyoko kynnir: Grapevine Grand Rock #7

gogoyokoNæstkomandi föstudagskvöld fara fram tónleikar á ölkránni Grand Rokk þar sem fram koma tónlistarmennirnir og hljómsveitirnar Sin Fang Bous, Borko, Hildur Guðnadóttir og Adda. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við miðbæjarblaðið Reykjavík Grapevine og tónlistarveituna gogoyoko.com. Eru hljómleikarnir þeir sjöundu í tónleikaröðinni Grapevine Grand Rock, en þar er fremsta tónlistarfólki landsins stillt upp við vegg og jafnvel gert að óvæntum bólfélögum með sérlega ánægjulegum árangri, líkt og fyrri tónleikar raðarinnar vitna skýrt um.

Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og kostar einungis 1000 kr. inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.