• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Hlýjar uppfinningar

oneUm síðustu aldamót leiddu þau Hope Sandoval úr Mazzy Star og Colm O’Ciosoig úr My Bloody Valentine saman hesta sína undir nafninu Hope Sandoval & the Warm Inventions, enda höfðu sveitir þeirra haft frekar hægt um sig á seinni hluta 10. áratugarins, og var afraksturinn platan Bavarian Fruit Bread sem kom út árið 2001. Nú eru Mazzy Star víst á fullu að vinna að sinni fjórðu breiðskífu (fyrstu síðan 1996) og fyrir ári byrjuðu My Bloody Valentine að koma fram á tónleikum á ný, en engar staðfestar fregnir hafa þó heyrst af útgáfumálum þeirrar öðlingssveitar. Þrátt fyrir að fyrri sveitir þeirra séu komnar á fullt skrið hafa þau Hope og Colm verið að stinga nefjum saman og er önnur breiðskífa þeirra, Through The Devil Softly, væntanleg nú um miðjan september. Fyrsti smjörþefurinn af plötunni er lagið “Blanchard” þar sem skötuhjúin slá kunnuglega angurværan hljóm.

Hope Sandoval & the Warm Inventions – Blanchard

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hope hefur í gegnum tíðina verið dugleg að lána hinum ýmsu sveitum og tónlistarmönnum rödd sína og hefur m.a. sungið með Air, The Jesus & Mary Chain, Chemical Brothers, Vetvier og Bert Jansch. Sjálfur tengi ég rödd hennar ætíð unglingsárum mínum og stenst því ekki mátið að læða með tveim smellum frá því um miðjan síðasta áratug, hinu stórkostlega og gæsahúðagefandi “Fade Into You” með Mazzy Star og töffaraballöðunni “Sometime Always” sem Hope syngur með Jesus & Mary Chain.

Mazzy Star – Fade Into You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


The Jesus & Mary Chain (feat. Hope Sandoval) – Sometimes Always

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Through The Devil Softly

3 Athugasemdir

 1. Hildur Maral Hamíðsdóttir · 09/07/2009

  Takk fyrir þetta Pétur – fíla mjög mikið!

 2. Pétur Valsson · 09/07/2009

  já frábært, verði þér að góðu

 3. Halla · 13/07/2009

  ég tek undir það, fíla mjög

Leave a Reply