Beck heldur áfram með VU&Nico

Það hefur varla farið fram hjá tónlistaráhugamönnum hér á landi að Beck er í óðaönn að þekja breiðskífuna The Velvet Underground & Nico með samefndri sveit í heild sinni. Fréttin fór sem eldur í sinu um íslenska fjölmiðla fyrir nokkrum vikum þegar út spurðist að söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir legði kappanum lið við verkið. Rjóminn greindi frá verknaðnum fyrir nokkru og sýndi lesendum myndbandið við “Sunday Morning”. Nú hefur Beck opinberað næstu þrjú lög af plötunni og er því um að gera að skoða hvernig til tekst. “Sunday Morning” var fremur hefðbudnin þekja þar sem ekki var farið ýkja langt frá frumgerðinni en Beck fetar ævintýralegri slóðir í næstu lögum og leyfir sér ýmislegt óvænt. Til skemmtunar getum við borið saman þekjurnar við upprunalegu útgáfurnar.

Beck – I’m Wating For My Man

The Velvet Underground – I’m Wating For My Man

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beck – Femme Fatale

The Velvet Underground & Nico – Femme Fatale

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Beck – Venus In Furs

The Velvet Underground – Venus In Furs

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Svo er bara að fylgjast með á beck.com en þar má einnig finna ýmislegt annað sem kappinn er að sýsla við, t.d. vikuleg DJ-set frá Beck sem heita “Planned Obsolescence” (eftir Halo Benders laginu) sem “Irrelevant Topics” þar sem Beck tekur viðtöl við tónlistarmenn um allt ómögulegt, en viðtal við Tom Waits er nýlega komið á síðuna og er bara nokkuð skemmtilegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.