Sumaruppbót

Eins og lesendur Rjómans hafa vafalaust tekið eftir hefur verið fremur rólegt hér á síðunni undanfarna viku og er góðu veðri, sumarfríum og almennri upptekni um að kenna. Það hefur samt sem áður nóg verið að gerast í tónheimum og hendi því ég hér inn nokkrum nýlegum lögum sem glatt gætu einhverja.

Fyrstan er að nefna hinn óstöðvandi Bradford Cox sem starfrækir einsmanns sveitina Atlas Sound (auk þess að standa í stefni hjá Deerhunter). Næsta breiðskífa Atlas Sound, Logos, er væntanleg í haust og í lagi sem hleypt var á netið nýlega nýtur Cox liðsinnis Panda Bear (aka Noah Lennox úr Animal Collective) og lofar útkoman góðu.

Atlas Sound + Panda Bear – Walkabout

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Norsararnir í Kings Of Convenience eru að leggja lokahönd á nýju plötuna sína og mun hún hugsanlega koma til með að heita Quiet IS The New Loud, sem er auðvitað næstum því sami titill og frumburður þeirra bar (“is” er núna orðið að “IS” it titlinum) og mun vafalaust rugla einhverja í ríminu. Eitt lag af plötunni er þegar farið að heyrast og því engin ástæða til þess að bíða.

Kings Of Convenience – Mrs. Cold

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fyrir um mánuði var sagt frá væntanlegri plötu Monsters Of Folk hér á Rjómanum, en sveitin er nokkurskonar alt. country / alt. folk / americana súpergrúppa skipuð Conor Oberst, Jim James, M.Ward og Mike Mogis. “Say Please” er fyrsta lagið sem heyrist af væntanlegri skífu:

Monsters Of Folk – Say Please

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Drengirnir í The National tóku nýlega þekju af laginu “Ashamed of the Story I Told” sem upprunalega var í höndum sveitarinnar Polaris. Upptakan var gerð fyrir væntanlega heiðursplötu fyrir Mark Mulcahy, sem í denn leiddi hljómsveitina Miracle Legion auk þess að vera í áðurnefndri Polaris. Á plötunni sem kemur út í lok september munu einnig Thom Yorke, Michael Stipe, Frank Black, Dinosaur Jr. og margir fleiri leggja hendur á lög Mulcahy.

The National – Ashamed of the Story I Told

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


One response to “Sumaruppbót”

  1. […] í lok október. Í sumar byrjaði lagið “Walkabout” að heyrast (tékkið á því hér í Rjómafærslu) en þar heimsækir Noah Lennox (Panda Bear / Animal Collective) hann Bradford. Á plötunni kemur […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.