• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Spennandi kvikmyndir á næstunni

Þó svo að Rjóminn sé mestmegnis tileinkaður hinum mörgu geirum tónlistar er ekki úr vegi að fjalla um annars konar listir þegar við á. Eftir heldur óspennandi kvikmyndabylgju síðustu mánuði glittir nú í athyglisverðar myndir innan um grámygluna og er því tilvalið að skella inn sýnishornum úr þeim fyrir áhugasama. Það má finna ágætis lög í brotunum, til að mynda með Arcade Fire, The Smiths og Reginu Spektor og hvetjum við alla til að kíkja í bíó þegar sýningar hefjast!

Fyrsta má nefna kvikmynd sem margir bíða spenntir eftir, eða uppfærslu Tim Burton af Lísu í 34908Undralandi í samstarfi við Disney. Myndin mun halda í söguþráð teiknimyndarinnar frá 1951 en með tilkomu Burton má búast við að hún verði töluvert myrkari en sú mynd. Hún skartar m.a.  Johnny Depp í hlutverki óða hattarans og Helenu Bonham Carter í hlutverki hjartadrottningarinnar auk þess sem Danny Elfman semur tónlistina og má því með sanni segja að væntingarnar séu háar enda hópur fólks sem hefur lengi unnið saman og oftast tekist frábærlega upp.

Áætlað er að frumsýna kvikmyndina þann 5. mars 2010.

Önnur kvikmynd sem búist er við að slái í gegn er einmitt líka gerð eftir vinsælum barnabókum;  Where the Wild Things Are. Hana þekkja eflaust færri en Lísu í Undralandi en bókin er eftir Maurice Sendak og fjallar um strákgemlinginn Max sem býr til sína eigin draumaveröld eftir að hafa verið sendur í háttin án þess að fá kvöldmatinn sinn. Þar eru skrímsli í skógi sem krýna hann konung sinn og ýmsar furðuverur líta dagsins ljós. Myndbrotið lítur ansi skemmtilega út en það er Spike Jonze sem leikstýrir myndinni.

where_the_wild_things_are_movie_image__3_

Áætlað er að frumsýna kvikmyndina þann 16. október 2009.

258-Film_Review_500_Days_of_Summer.sff.standalone.prod_affiliate.78

Síðast en ekki síst er það svo nýjasta mynd hins lítt þekkta leikstjóra Marc Webb en hún ber heitið 500 Days of Summer og skartar þeim Zooey Deschanel og Joseph Gordon-Levitt í aðalhlutverkum. Myndin er svokölluð „ekki“-ástarsaga og verður að segjast að mynd sem byrjar á setningunni „I love The Smiths“ getur ekki klikkað. Tónlistin í myndinni er ekki af verri endanum en auk The Smiths fá lög með Feist, Doves og She & Him að hljóma, en Zooey Deschanel er einmitt annar helmingur síðastnefndu sveitarinnar sem sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir ekki svo löngu síðan.

Myndina er þegar byrjað að sýna í Bandaríkjunum og því ætti ekki að vera of langt þar til við Íslendingarnir fáum að berja hana augum.

Leave a Reply