Íransk-sænskir tónar

lalehÞeir sem hafa eitthvað fylgst með heimsfréttum í fjölmiðlum undanfarnar vikur (og þá á ég ekki við mbl.is) ættu að hafa tekið eftir þeirri ringulreið sem nú ríkir í Íran. Eftir að upp komst um möguleg svik í nýafstöðnum forsetakosningum hafa þúsundir manna tekið þátt í endalausum mótmælum síðustu vikur og hafa fjölmargir látið lífið í átökum sem þeim fylgja.

Það er þó ekki ætlunin að láta dæluna ganga um ástandið ytra, heldur að deila með lesendum Rjómans heldur skemmtilegri tíðindum frá Íran, eða ungri söngkonu sem rak á fjörur mínar fyrir nokkru síðan og er ættuð þaðan. Stúlkan heitir Laleh Pourkarim og er búsett í Svíþjóð, en hún er hálf sænsk og hálf írönsk. Það er ekki oft sem maður heyrir rætur tónlistarmanna jafn listilega fléttaða inn í tónlist þeirra og hér er raunin og verður tónlistin mun persónulegri og áhugaverðari fyrir vikið. Sem dæmi má nefna sönginn, en Laleh tekur til þess bragðs að syngja á ensku, sænsku og írönsku á nýjustu plötu sinni, Me and Simon og er ekki annað hægt að segja en að það komi ansi vel út.

Laleh er nokkuð þekkt í Svíþjóð, hefur áður gefið út tvær plötur og verið tilnefnd til/unnið fjölda verðlauna. Tónlist hennar er kannski best lýst sem innihaldsríku poppi  með óvenjulegu sniði, en best er auðvitað að hlusta sjálfur og mynda sér eigin skoðun og því eru hér nokkur tóndæmi af Me and Simon. Áhugasamir geta svo kynnt sér Laleh nánar hér.

Simon Says

Big City Love


Laleh – Farda (á írönsku)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Laleh – Snö (á sænsku)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.