• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Woodstock tónlistarhátíðin 40 ára

Woodstock posterÍ ár eru 40 ár liðin síðan Woodstock hátíðin margfræga var haldin var í smábænum Bethel í New York fylki frá 15. til 18. ágúst 1969. Talið er að um hálf milljón manns hafi verið á hátíðinni en upphaflega gerðu skipuleggjandur ekki ráð fyrir að meira en 50.000 manns á svæðinu. Meðal þeirra listamanna sem fram komu voru : Ravi Shankar, Joan Baez, Santana, Canned Heat, Grateful Dead, Creedence Clearwater Revival, Janis Joplin, Sly & the Family Stone, The Who, Jefferson Airplane, Joe Cocker (sem varð fyrst frægur eftir að hafa komið þar fram), The Band, Blood, Sweat & Tears, Crosby, Stills, Nash & Young, Neil Young og svo að sjálfögðu Jimi Hendrix sem endaði hátíðina á eftirminnanlegan hátt eins og sjá má í heimildarmyndinni hér að neðan.

Woodstock hátíðin er einn merkilegasti viðburður tónlistarsögunnar og án efa hápunktur hippatímabilsins. Heimildarmynd um hátíðina sem kom út ári seinna má án efa finna út á næstu myndbandaleigu en hún er algert skylduáhorf fyrir hvern tónlistaráhugamann. Þess má að lokum geta að væntanleg er sannsöguleg mynd um hátíðina sem nefnist Taking Woodstock en leikstjóri hennar er Ang Lee.

Jimi Henrix- Live at Woodstock ’69 – 56:39

Egill er ritstjóri Rjómans.

Leave a Reply