• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Massive Attack með nýtt efni

Í byrjun október er væntanleg EP-platan Splitting The Atom frá Massive Attack sem innihalda mun fjögur ný lög og mun gefa forsmekkinn fyrir næstu breiðskífu sveitarinnar sem koma á út í febrúar á næsta ári. Massive Attack stóð að sjálfsögðu fremst í flokki svokallaðra trip-hop sveita á síðasta áratug en hefur haft fremur hægt um sig undanfarinn hálfa áratug, eða svo. Það verður því spennandi að heyra hvernig sveitin hefur þróast, en eins og flestir muna þá tókst Portishead að kasta af sér skikkju trip-hopsins og endurnýja sig á stórkostlegan hátt í fyrra. Titillag nýju EP plötunnar hefur fundið sér leið á YouTube og í því heimsækir Horace Andy Massive Attack meðlimina 3D og Daddy G. Þetta hljómar bara nokkuð sannfærandi, er það ekki?

3 Athugasemdir

 1. Egill Harðar · 27/08/2009

  Ég veit nú ekki með þetta. Toppar ekki Mezzanine það er víst.

 2. Pétur Valsson · 30/08/2009

  nei líklega ekki. en hljómar betur en 100th Window efnið

 3. Nýtt frá Massive Attack | Rjóminn · 12/08/2010

  […] frá Massive Attack ShareEins og kom fram á Rjómanum fyrir stuttu er hljómsveitin frábæra Massive Attack búin að vera að vinna að nýrri […]

Leave a Reply