Me, the Slumbering gefa út Marske by the Sea

Kimakvöld #6 verður haldið föstudaginn 11. september kl. 11 (hús opnar 10) á Sódómu Reykjavík. Frítt er inn á tónleika Me, the Slumbering Napoleon, Morðingjanna og Plastic Gods. Kimono verður með dj set.

Me, The Slumbering NapoleonMeginþema tónleikanna er útgáfa Me, the Slumbering Napoleon á EP plötunni Marske by the Sea en hún kemur einmitt út samdægurs á hinu mjög svo hressa og framsækna útgáfufélagi BRAK hljómplötur. Morðingjarnir munu kynna nýtt efni en þeir eru nýskriðnir úr upptökuverinu Reflex. Platan Óbærilegur léttleiki tilverunnar kemur út í október hjá Kima og mun að öllum líkindum bjarga sálarlífi þjóðarinnar í svartasta skammdeginu.

Plastic Gods spila dómsdags/drun rokk og hafa gefið út eina plötu, Quadriplegiac. Platan hefur fengið glimrandi viðtökur og nauðsynlegt að fylgjast vel með hljómsveitinni í framtíðinni.

Það er því þungt og pönkað rokkkvöld í vændum á Sódómunni þar sem tattúveraðir menn afgreiða veigar og migið er á útrásardrullusokka. Viðkvæmum og hjartahreinum er bent á að halda sig heimavið.

Me, The Slumbering Napoleon – She’s a Maniac

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.