• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

24/7 kemur í búðir í dag

  • Birt: 14/09/2009
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Fréttatilkynning

GusGus 24-7Það mætti líkja þessari sjöttu plötu GusGus við hval.  Dýrið dvelur flestar stundir neðansjávar en þegar það kíkir uppá á yfirborðið er það oftast nær með miklum glæsileik, ekki ósvipað nýjasta sköpunarverki GusGus.  Ekki er ráðlegt að fara á hlaupum yfir þetta verk því þar er hvert einasta augnablik útfært af alúð og vandvirkni.

Undirliggjandi hugtak plötunnar er grái fiðringur fyrrum Texas-búa sem á yngri árum var vinsæl karlfyrirsæta en fær nú mjög fá verkefni í ókeypis sölubæklingum.  Á plötunni er fylgst með honum hverfa inn þýskt næturlíf þar sem hann leitar af lífisins tilgangi.

Staðreyndir um 24/7:

GusGus– Platan er tekin upp lifandi í faðmi vestfirskra fjalla, nánar tiltekið í Tankinum við Flateyri.

– Fullkomnu sviðshljóðkerfi var komið fyrir í upptökusal til að ná fram réttum umhverfisáhrifum klúbbsins, þar sem tónlistin á heima og nýtur sín til fulls.

— 24/7 er endurkomuópus söngvarans Daníels Ágústs Haraldssonar inní Gusgus.  Hann hefur ekki verið formlegur meðlimur síðan sveitin sendi frá sér This Is Normal.

– Þetta er viðamikill, margslunginn og fléttuþrunginn tónlistarheimur þar sem hlustandinn verður að gefa sig tónlistinni á vald og gangast við þeim skilyrðum sem verkið krefst.  Í fimmtíu og sex mínútur.

– Hið nýja, hraustlega og ferska útlit hljómsveitarinnar er nær eingöngu að þakka hinum þýskættaða stílista Klaus Sverrisson frá Wuppertal.

– “Klaus lagði áherslu á að snyrtimennskan yrði ávallt í hávegum höfð” segir ljósmyndarinn og forsprakki hljómsveitarinnar, President Bongo, “allan tímann, jafnt í svefni sem vöku.  24/7!   Enda er slagorð fjöllistahópsins: Gusgus alltaf í vinnunni.”

– 24/7 er að mestu leyti samin með aðstoð sérsmíðaðra hljóðgervla (Doepfer A-100 System) frá Bæjaraheimi í Þýskalandi.

– 24/7 er gefin út af Kompakt í Köln í Þýskalandi og er það án vafa ein virtasta dans- og raftónlistarheiminum í dag.  Útgáfuna má sannarlega kalla gæðastimpil fyrir GusgusKompakt eru þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir og fyrir að vera útgáfa sem hugsar út fyrir ramma hins oft á tíðum ferkantaða teknóheims.  Þetta er mikill fengur á báða bóga.

Leave a Reply