• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Rokk og ról á RIFF

  • Birt: 17/09/2009
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Alþjóðleg kvikmyndahátíð (RIFF) stendur yfir dagana 17.-27. september og eins og fyrri ár þá er af nóg að taka fyrir tónlistarunnendur sem og kvikmyndaböffa. Á hátíðinni er sér flokkur fyrir tónlistarmyndir sem nefnist Sound on Sight og í honum eru sjö kvikmyndir að þessu sinni, þar á meðal þrjár nýjar íslenskar heimildamyndir um Hjálma, Ólaf Arnalds og Eistnaflug tónlistarhátíðina.

Sounds on Sight (smellið á titil fyrir nánari upplýsingar)

Bráðna (UK) 2009, Philip Clemo

Eistnaflug 2008 (ICE) 2009, Atli Sigurjónsson

Er ég nægilega svartur, að þínu mati? (SWE) 2009, Göran Olsson

Himininn er að hrynja … en stjörnurnar fara þér vel (ICE) 2009, Gunnar B. Guðbjörnsson

Hróarskelda (DK) 2008, Ulrik Wivel

Hús fullnægjunnar (US) 2009, Jesse Hartman

Hærra ég og þú (ICE) 2009, Bjarni Grímsson & Frosti Jón Runólfsson

Fjöldi annarra tónlistartengra kvikmynda eru einnig sýndar; vísindaskáldsöguvestrasöngleikjamyndirnar Stingray Sam og The American Astronaut eftir Cory McAbee, Amadeus eftir heiðursgestinn Milos Forman, tónleikakvikmyndin Neil Young Trunk Show í leikstjórn Jonathan Demme sem er lokamynd hátíðarinnar og svo er fágætt tækifæri til að sjá költ söngvamyndina Rocky Horror í kvikmyndahúsi á RIFF.

Að auki eru nokkrir tónleikar skipulagðir í kringum hátíðina; Olivier Mellano flytur nýja, frumsamda tónlist við klassískan vegatrylli Stevens Spielberg, Duel (1971), í Iðnó 20. og 21. september. Leikstjóri og aðalleikari Húss fullnægjunnar, Jesse Hartman, heldur tónleika á Batteríinu 24. september (einnig hluti af Réttum tónleikahátíðinni). Svo er það hljómsveitin Malneirophrenia spilar tvenna tónleika í tilefni RIFF, í Hinu húsinu 17. september þar sem tónlist Nino Rotta úr Guðföðurnum er í aðalhlutverki og svo á Bakkusi 24. september þar sem sveitin spilar frumsamda tónlist við kvikmynd Tod Browning, The Unknown (1927), en frítt er inn á báða tónleika Malneirophrenia.

Nánari upplýsingar um sýningar og miðaverð er að finna á heimasíðu Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, riff.is.

Leave a Reply