Ítrekun frá Mugison

MugisonSeint í Janúar síðastliðnum fór Mugison ásamt félugum til hans Bigga í Sundlauginni og tók upp nokkur lög sem breyst höfðu mikið í meðförum hljómsveitarinnar á ferðalögum hennar um allan heim og geim. Úr varð platan Ítrekun og mun hún birtast í öllum betri plötubúðum eftir u.þ.b. tvær vikur eða svo.

Á plötunni má heyra spánýjar útgáfur af smellum eins og “Murr Murr”, “Poke a Pal”, “The Pathetic Anthem”, “Jesus is a Good Name to Moan” og “I Want You”. Það verður að segjast eins og er að útkoman er afar athyglisverð og er frábær vitnisburður um fjölhæfni þess merka tónlistarmanns sem Mugison hefur að geyma.

Það eru þeir Addi (trommur), Guðni (bassi), Davíð Þór (hvítar/svartar nótur) og Pétur Ben (gítar/rödd) sem skipa sveitina ásamt Mugison.

Hér eru svo tvö tóndæmi af væntanlegri plötu meistarans.

Mugison – Murr Murr

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mugison – I Want You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2 responses to “Ítrekun frá Mugison”

  1. Skemmtilegt stuff, ég hlakka samt mikið til að heyra nýtt efni líka. Hef heyrt sögusagnir um að það sé meira electro, sjáum hvað setur

  2. hljómar nokkuð vel. Ég var orðinn dálítið leiður á Murr Murr en það endurlífgast í rokkútgáfunni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.