Útgáfutónleikar Ívars Bjarklind

Fréttatilkynning

10 fingur 10 tærTíu fingur og tær er önnur sólóplata Ívars Bjarklind. Hún inniheldur átta alíslensk popplög, unninn og útsett af Orra Harðarsyni, en þeir félagar unnu einnig saman á fyrstu einherjaskífu ÍvarsBlóm eru smá (2006). Tónlist Ívars nýtur sín best þegar húmar að og hugurinn reikar, enda angurværðin allsráðandi í textagerð hans og flutingi. Fyrir því hefur Orri svokallaðan sans; hljóðheimur, spilamennska og smíðar haldast fast í hendur og mynda trúverðuga heild. Tíu fingur og tær er – með öðrum orðum – kærkomið mótefni við alltumlykjandi Júróvisjon-, karókí- og grínmúsík Íslands. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Útgáfutónleikar verða haldnir á Græna Hattinum, Akureyri, föstudaginn 13. nóvember og á Batteríinu föstudaginn 20. nóvember. Hljómsveitina skipa: Ívar Bjarklind, söngur, Orri Harðarson, gítar, Ragnar Emilsson, gítar, Friðrik Sturluson, bassi, Jón Ólafsson, píanó, Erik Qvick, trommur. Notalegheit verða í hávegum höfð, en bandið spilar nýju plötuna í heild sinni, ásamt því að rifja upp fáein eldri lög Ívars.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.