Me, The Slumbering Napoleon með sína fyrstu breiðskífu

Fréttatilkynning

The Bloody Core Of ItÍ dag, föstudaginn 13. nóvember, kemur út fyrsta breiðskífa hinnar frábæru hljómsveitar Me, The Slumbering Napoleon, The Bloody Core Of It. Meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Brynjar Helgason, Brynjólfur Gauti Jónsson og Rúnar Örn Marinósson og hafa þeir vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir kraftmikla tónleika og hressilega stuttskífu, Marske By The Sea, en hún kom einmitt út á Brak hljómplötum. Platan er óður til jaðarrokks tíunda áratugarins þar sem taktskiptingar, óhefðbundin lagauppbygging og “feedback” eru í hávegum haft. Hljómsveitir á borð við The Jesus Lizard og Shellac eru greinilegir áhrifavaldar án þess þó að Me, The Slumbering Napoleon tapi sínum eigin hljómi.

The Bloody Core Of It var tekin upp af Adda (Celestine, Gavin Portland) í Hljómskála Reykjavíkur yfir eina helgi og hljómjöfnuð af John Golden í Kaliforníu, en hann hefur til að mynda átt við plötur Sonic Youth, Marnie Stern og Girls. Kostnaðinum við gerð plötunnar var haldið í algjöru lágmarki en engu að síður er útkoman stórfengleg rokkplata sem að hittir beint í mark. Kimi Records gefur út og þess má geta að hún er þrettánda breiðskífa sem útgáfufélagið gefur út og því einkar viðeigandi að platan komi út á þessum hættulega degi.

Me, The Slumbering Napoleon ætla að fagna útgáfunni í Havarí á útgáfudegi kl. 17. Platan verður á tilboði, léttar veitingar verða  í boði og strákarnir taka nokkur lög.

Me, The Slumbering Napoleon – Period Child

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.