Ourlives – We Lost The Race

Ourlives - We Lost The RaceÚt er komin fyrsta breiðskífa Ourlives en hún hefur hlotið titilinn We Lost The Race. Óhætt er að segja að með útgáfu plötunnar skipi Ourlives sér sess með bestu sveitum landsins enda er öll umgjörð plötunnar, lagasmíðar og útsetningar með mestu ágætum. Sést þetta best á því að sjaldan hefur fyrsta plata hljómsveitar innihaldið jafn mörg lög sem hljómað hafa í útvarpi og þessi frumburður Ourlives. Lagið “Núna” var mest spilaða lagið á útvarpsstöðinni X-inu og hið vinsæla lag “Out Of Place” sat í fyrsta sæti vinsældarlista Rásar 2 og fór á topp X-Dominos listans.

Með plötunni fylgja 9 aukalög sem sækja má á Tónlist.is, eða svokallaðar B-hliðar. Þar er meðal er ábreiða Ourlives og Togga af laginu “Þúsund sinnum segðu já”, sem hefur hljómað á öldum ljósvakans um nokkurt skeið. Eins má þar finna lagið “Sandra” sem féll vel í kramið hjá íslenskum rokkunnendum.

Ourlives og Toggi – Þúsund sinnum segðu já

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.