• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Sigur Rós í kvikmynd

1Á næsta ári kemur út bresk kvikmynd sem nefnist „The Boys Are Back“. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hljómsveitin Sigur Rós mun ljá myndinni tónlist sína. Sjö Sigur Rósar lög og eitt lag með Riceboy Sleeps að auki munu heyrast í myndinni. Samkvæmt heimildum Rjómans eru lögin „Illgresi“, „Festival“, „Fljótavík“, „Straumnes“, „Ára bátur“, „Inní mér syngur vitleysingur“ og „Samskeyti“. Þau eru því öll af nýjustu plötu sveitarinnar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, fyrir utan „Samskeyti“ sem var á ( ). Að sögn leikstjórans Scott Hicks notaði hann lög sveitarinnar tímabundið sem tónlist myndarinnar en fannst þau passa svo vel inn í að hann hafði samband við sveitina til að fá leyfi fyrir þeim. Hann hafði heyrt að hljómsveitin væri varasöm á það í hvað tónlist þeirra væri notuð en lagði upp í ferð til Íslands til að sýna þeim myndina – og þeir „einfaldlega elskuðu hana“.

Eins og margir muna slógu Sigur Rós fyrst rækilega í gegn erlendis eftir að hafa leyft lög sín að hljóma í Hollywood-myndinni Vanilla Sky. Eftir kvikmyndina Heima er svo ljóst að þeir eru engir nýgræðingar í samantvinnuðum kvikmyndum og tónlist og ætti því að vera spennandi að sjá útkomuna.

1 Athugasemd

  1. Pétur Valsson · 24/11/2009

    sigur rósar lögin í myndinni eru illgresi, festival, fljótavík, straumnes, ára bátur, inní mér syngur vitleysingur og samskeyti.

    annars þá sá ég trailerinn fyrir myndina um daginn og hef sjaldan langað jafn lítið til þess að horfa á einhverja mynd

Leave a Reply