• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Belafonte

BelafonteÞað eru þau Sara Marti Guðmundsdóttir og Styrmir Sigurðsson sem skipa dúóið Belafonte en þau eru um þessar mundir að senda frá sér sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveitinni.

Sara Marti Guðmundsdóttir var unglingur að árum þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina LHOOQ sem skipuð var auk hennar Jóhanni Jóhannssyni og Pétri Hallgrímssyni. Hún hefur m.a. sungið með DIP (Jóhann og Sigtryggur Baldursson), Steintryggi, Bang Gang og bakraddir með Marc Almond. Sara er lærð leikkona og stundar mastersnám í leikhús leikstjórn við Central School of Speech and Drama í London.

Styrmir Sigurðsson hefur fyrst og fremst getið sér orð sem leikstjóri. Hann leikstýrði m.a. fyrstu seríu Fóstbræðra og er margverðlaunaður auglýsingaleikstjóri. Hann vinnur nú að sinni fyrstu kvikmynd eftir handriti sem hann skrifar ásamt Þorsteini Guðmundssyni og Jóni Gnarr. Styrmir hefur sýslað í tónlist frá barnæsku, samið tónlist fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir.

Með Belafonte leika á plötunni Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Sigtryggur Baldursson, Helgi Svavar Helgason, Jóhann Ásmundsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson og Eiríkur Stephensen.

Belafonte leika áhugaverða samsuðu indie-elektró popps, gamaldags Jazz og amerísku 70’s fönki með dramatískum undirtónum (sem kemur ekki sérlega á óvart miðað við bakgrunn þeirra Söru og Styrmis í kvikmyndagerð og leiklist).

Belafonte – Golden Cage

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

4 Athugasemdir

 1. Pétur Valsson · 25/11/2009

  var Styrmir ekki líka í Geira Sæm & Hunangstunglinu! heljar eitís. eða er slík afrek komin á svarta listann (Skúli Sverris minnist amk aldrei á sveitina í sínum ferilsskrám)

 2. Styrmir Sigurðsson · 25/11/2009

  Heljar eitís! híhí Ég á meira að segja ennþá gyllta skikkju sem var saumuð á okkur og þótti ofurtöff. Á tyllidögum tek ég stundum svona eitís hopp í skikkjunni um stofuna til að „gleðja“ fjölskylduna. Hef samt alveg sett maskarann á hilluna.

 3. Járn eftir Styrmir Sigurðsson | Rjóminn · 16/08/2010

  […] Sigurðsson ShareStyrmi Sigurðssyni muna eflaust margir eftir sem öðrum helmingi dúósins Belafonte ásamt Söru Marti Guðmundsdóttur. Styrmir er nú mættur með nýtt pródjekt en það er […]

Leave a Reply